Félagsþjónustan og eldri borgarar

Félagsþjónusta Fjarðabyggð efldist til muna með tilkomu fjölskyldusviðs á árinu 2018. Með því hefur náðst mun meiri festa í rekstri og bætt þjónusta við þá sem þangað leita. Mikilvægt er að halda áfram á þessari braut og halda vel utan um málaflokkinn.

Málefni eldri borgara eru okkur mikilvæg. Það á að vera gott að eldast í Fjarðabyggð og mikilvægt er að bjóða þessum hópi íbúa upp á trausta og góða þjónustu.

  • Við viljum efla þjónustu við öryrkja og fólk með fötlun með auknu samstarfi stofnana og félagasamtaka

  • Halda áfram með heildarendurskoðun á málefnum eldri borgara og efla dagdvöl, húsnæðismál og félagsstarf

  • Stuðla að aukinni þátttöku eldri borgara í samfélaginu og sporna þannig við félagslegri einangrun

  • Stuðla að aukinni þátttöku öryrkja og fólks með fötlun í samfélaginu og sporna þannig við félagslegri einangrun