Menntamál

Framsókn í Fjarðabyggð leggur höfuðáherslu á áframhaldandi eflingu menntunar í sveitarfélaginu. Okkar öflugu skólar eru hornsteinar samfélagsins og við viljum standa áfram vörð um þeirra góða starf.

  • Efla starfsemi skóla á öllum skólastigum

  • Styrkja samstarf grunn og framhaldsskóla á sviði iðn og tæknigreina

  • Halda áfram að efla leikskólana okkar og aðstöðu þeirra

  • Efla áfram stoðþjónustuna með snemmtæka íhlutun að leiðarljósi

  • Halda áfram vinnu við uppbyggingu háskólaútibús sem farið er af stað í sveitarfélaginu

  • Efla tækninotkun í skólum Fjarðabyggðar í takt við samtímann