menning

Framsókn í Fjarðabyggð leggur höfuðáherslu á áframhaldandi eflingu menningar í sveitarfélaginu. Stofnun Menningarstofu Fjarðabyggðar var mikilvægur þáttur í að efla og styrkja menningu á svæðinu. Við þurfum að standa vörð um alla menningu því hún er dýrmæt.

  • Halda áfram að styðja við og efla Menningarstofu og auka samþættingu og samvinnu hennar við söfn í Fjarðabyggð

  • Styðja vel við grasrótarstarf og styðja áfram við verkefni sem efla menningarlíf og sköpun eins og t.d. Sköpunarmiðstöðina

  • Efla og þróa söfn í eigu Fjarðabyggðar og sjá til þess að Stríðsársafnið fái viðurkenningu sem hið Íslenska Stríðsárasafn á landsvísu