Markaðs og kynningarmál

Á komandi kjörtímabili þarf að huga vel að markaðs- og kynningarstarfi Fjarðabyggðar. Hefja þarf átak í að kynna Fjarðabyggð sem álitlegan búsetukost og vinna það í mikilli og góðri samvinnu við fyrirtæki og stofnanir á svæðinu. Þá þarf að auka enn frekar upplýsingaflæði til íbúa um verkefni sveitarfélagins og það sem verið er að gera nú þegar.

  • Blása til sóknar í kynningu sveitarfélagsins sem álitlegs búsetukosts

  • Kynna sveitarfélagið sem álitlegan kost fyrir fyrirtæki og framleiðendur í kvikmyndaiðnaði

  • Auka flæði upplýsinga til bæjarbúa bæði um einstök verkefni og annað sem er að gerast

  • Beita okkur fyrir átaki í samstarfi við ferðaþjónustuna um eflingu hennar sem atvinnugreinar í sveitarfélaginu