Samgöngur

Framsókn í Fjarðabyggð mun leggja höfuðáherslu á áframhaldandi eflingu samgangna í sveitarfélaginu eins og verið hefur síðustu ár. Þar er Suðurfjarðavegur í forgangi áfram og að framkvæmdum við hann verði flýtt. Þá þarf einnig að halda áfram að efla almenningsamgöngur í Fjarðabyggð og byggja á þeirri reynslu sem fengist hefur að undanförnu.

  • Þrýsta áfram á stjórnvöld að skipta framkvæmd á Suðurfjarðarvegi í hluta til að flýta honum með tvöföldun brúa í forgangi

  • Þróa áfram almenningssamgöngur í þágu atvinnu, íþrótta, tómstunda, menntunar og menningar

  • Halda áfram uppbyggingu göngu, hjólreiða og reiðstíga og flýta þeim eins og kostur er

  • Auka viðhald á gatnakerfi og gangstéttum í hverfum sveitarfélagsins