Húsnæðismál

Framsókn í Fjarðabyggð mun leggja höfuðáherslu á greiða fyrir byggingu húsnæðis í sveitarfélaginu eftir ýmsum leiðum. Mikil þörf er fyrir nýtt íbúðarhúsnæði í Fjarðabyggð til að hingað geti flutt nýir íbúar. Þá er ekki síður þörf fyrir húsnæði fyrir íbúa sem vilja minnka við sig og selja stærri eignir, ásamt því að efla leigumarkað í hverfum Fjarðabyggðar.

  • Gera lóðir í smærri hverfum Fjarðabyggðar tilbúnar undir byggingar eftir þörfum
  • Tryggja áfram nægt framboð lóða í hverfum Fjarðabyggðar
  • Hvetja til nýbygginga með því að veita afslátt af gatnagerðargjöldum áfram
  • Efla enn frekara samstarf Fjarðabyggðar og Leigufélagsins Bríetar með byggingar fyrir leigjendur
  • Vinna að krafti með húsnæðissjálfseignarstofnuninni Brák að byggingu húsnæðis fyrir tekjulága hópa