Fjölskyldan, íþróttir og tómstundamál
Fjölskyldan, íþróttir og tómstundamál
Framsókn í Fjarðabyggð mun áfram leggja höfuðáherslu á málefni fjölskyldunnar í Fjarðabyggð líkt og á þessu kjörtímabili sem er að ljúka. Mikið hefur áunnist í málaflokkum tengdum fjölskyldum á síðustu árum. Framsókn í Fjarðabyggð vill halda áfram á þeirri vegferð og var stofnun fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar árið 2018 mikilvægt framfaraskref.
Efla starfsemi félagsmiðstöðva og samstarf milli þeirra
Efla starf frístundaheimila
Fara í átak í endurnýjun búnaðar í þeim heilsuræktum sem sveitarfélagið rekur
Styðja við íþróttafélög og önnur félög áfram og hækka frístundastyrkinn fyrir börn og ungmenni
Fara í aukið viðhald á íþróttamannvirkjum svo sem einangrun Fjarðabyggðarhallarinnar og fleira