Fjármál og stjórnsýsla

Ábyrg og traust fjármálastjórn í rekstri Fjarðabyggðar er forsenda þess að veita íbúum góða þjónustu. Fjarðabyggð er sem betur fer lifandi og vaxandi samfélag og því ljóst að fjárfestingarþörf er alltaf til staðar í hinum ýmsu þáttum sem snúa að þjónustu. Þeim verkefnum þarf að forgangsraða og vinna eftir því. Öflug og skilvirk stjórnsýsla er lykilatriði í fjölkjarna samfélagi eins og Fjarðabyggð. Á síðustu árum hefur mikið verk verið unnið í að gera stjórnsýslu rafræna og færa þjónustuna nær íbúum með rafrænum leiðum. Halda þarf áfram á þeirri leið og tryggja að Fjarðabyggð fylgi þeirri hröðu þróun sem er í þeim málum.

  • Halda áfram að reka ábyrga og trausta fjármálastjórn með hag íbúa að leiðarljósi

  • Sjá til þess að stjórnsýsla Fjarðabyggðar sé gagnsæ, og tæknivædd

  • Setja í loftið nýja heimasíðu fyrir sveitarfélagið með auknu aðgengi að þjónustu þess